44 45
• Kapcsolja be a táplálást.
• KALIBRÁLÁSI CIKLUS: Miután az egységet beszerelték, az
érzékelőknek időre van szükségük ahhoz, hogy kalibrálják magukat
a környezethez.; A tápellátás első bekapcsolásakor az egység
2perces kalibrálási ciklust hajt végre.;Nagyon fontos, hogy ezen
időtartam alatt ne legyen semmilyen tárgy közvetlenül az egység
alatt vagy az egység közvetlen környezetében, és ne próbálgassák,
hogy működik-e az egység. A 2 perc letelte után a berendezés
normál módon használatba vehető.;Ha problémák adódnak az
érzékelőkkel, kapcsolja ki a készüléket, majd kapcsolja be ismét,
hogy újból lefusson a kalibrálási ciklus.
• Ellenőrizze az egység megfelelő működését.
FONTOS
Ne használjon tömítőanyagot az egység falra történő rögzítésekor.
Ne fesse le/vonja be a fő házat és ne helyezzen rá matricákat, mert ez
károsíthatja az antibakteriális felületet. Ha a tisztítószer túl hosszú
ideig marad a készüléken, filmréteget képez. Ez csökkentheti az
antibakteriális felületek hatékonyságát.
IS
1
Innihald.
Aðaltæki x 1
Viðhaldsverkfæri x1
Samsetning þéttis og hliðarfestingar x 1
Umbúðir fjarlægðar. Sýnið aðgát þegar hylkin eru tekin af.
Á hylkjunum geta verið hvassar brúnir/horn sem geta valdið skurðum
eða öðrum skaða.
• Leggið tækið á mjúkan klút til að forðast skemmdir á ytra byrði þess.
• Fjarlægið öryggisskrúfurnar (2) úr tækinu með meðfylgjandi
verkfæri.
• Geymið á öruggum stað.
• Losið undirstöðuplötuna frá tækinu.
• Ef innsetningarstaður kapals á að vera að aftan skal fjarlægja
gúmmíkragann af innsetningargatinu fyrir kapalinn aftan á tækinu.
Geymið á öruggum stað.
2
Staðsetning.
VARÚÐ
Fyrir uppsetningu skal ákvarða hvort kapalinnsetning á að fara fram
(3.1) að aftan eða (3.2) frá hlið. Fylgið leiðbeiningum sem við eiga.
ATHUGIÐ
Ekki er mælt með að þetta tæki sé fest á veggi með gropnu
yfirborðsefni (t.d. kalkpússningu) nema notuð sé undirstöðuplata, til að
hindra blettun eða skemmdir á óvörðum veggnum. (Bakhlið sem hæfir
þessari vöru sérstaklega er fáanleg hjá Dyson.)
VARÚÐ: Ekki má nota undirstöðuplötuna sem viðmið þegar borað er.
Gætið þess að engar veituleiðslur (fyrir gas, vatn eða loft), rafleiðslur,
vírar eða aðrar leiðslur séu staðsettar beint fyrir uppsetningar-/
borunarstaðinn.
ATHUGIÐ: Ef innsetningarstaður á að vera á hliðinni þarf að bora
fimmta gatið í vegginn. Sjá skref 3.2.
• Veljið viðeigandi hæð. Ráðlögð hæðarmál eru gefin upp en
þau gæti þurft að aðlaga fyrir hverja uppsetningu. Ráðlagðar
hæðarmælingar eru mældar frá gólfi.
1300 mm, miðað við fullorðinn karlmann.
1265 mm, miðað við fullorðna konu.
928 mm, miðað við börn 5-8 ára.
1028 mm, miðað við börn 8-11 ára.
1108 mm, miðað við börn 11-14 ára.
1050 mm, miðað við fólk í hjólastólum
• Lágmarkshæðarviðmið eru: 30 mm að ofan; 220 mm frá hlið.
Engar hindranir mega vera á milli tækisins og gólfsins.
• Mælið út staðsetninguna á veggnum. Ef kapalinnsetning á að
vera að aftan verður rafveitukapallinn úr veggnum að stemma
við innsetningarstað kapals að aftan á undirstöðuplötunni.
• Merkið staðsetningu undirstöðuplötunnar á vegginn með blýanti.
Notið undirstöðuplötuna til að merkja staðsetningar fyrir fjórar
festingar.
• Borið götin.
• Festið bakhliðina, ef þess er þörf.
3.1
Kapalinnsetning að aftan.
Undirstöðuplata n fest á vegginn.
Festið undirstöðuplötuna tryggilega á vegginn með þeim
festingum sem henta gerð veggjarins og þyngd tækisins. Ekki
skal nota úrsnaraðar skrúfur. Festið tækið ekki endanlega fyrr en
rafmagnkapallinn hefur verið festur tryggilega.
Ra fmagnska pli komið fyrir.
• Skerið út innsetningargat í gúmmíkragann á kaplinum í réttri
stærð: skiljið eftir gat sem er þrengra en sem nemur ummáli
rafmagnskapalsins til að vera viss um að kapallinn falli þétt að.
• Dragið kapalinn í gegnum kragann. Tryggið að kapallinn sé
nægilega langur til að hægt sé að leiða hann á réttan hátt í gegnum
undirstöðuplötuna að tengjablokkinni. Kapallinn þarf að sitja
tryggilega í þar til gerðum stokki.
• Festið kragann á undirstöðuplötuna. Tryggið að festingarnar séu
öruggar.
• Festið skrúfurnar tryggilega í undirstöðuplötuna.
• Haldið áfram með skref 4, „Tenging við tengjablokk“.
3.2
Kapalinnsetning á hlið.
MIKILVÆGT
Kapalinnsetningu má bæði framkvæma frá vinstri og frá hægri. Velja
þarf hlið áður en hafist er handa. Við hönnun tækisins er aðeins gert
ráð fyrir einu innsetningaropi á hlið.
ATHUGIÐ: Ef innsetningarstaður á að vera á hliðinni þarf að bora
fimmta gatið í vegginn. Gætið þess að uppsetningarvinnan fari fram
réttu megin. Lekaliðinn á tækinu verður að stemma við festinguna á
undirstöðuplötunni. Þegar búið er að fjarlægja hlífina yfir lekaliðanum
á tækinu er ekki lengur hægt að skipta um hlið. Gætið þess að vinna
aðeins á þeirri hlið ytra byrðisins þar sem innsetningarleiðin á að vera.
• Gætið þess að vinna aðeins á þeirri hlið ytra byrðisins þar sem
innsetningarleiðin á að vera.
• Notið tangir til að draga varlega út aðeins eina, fyrirfram-merkta,
tengitöflu réttu megin á tækinu. Stillið hana af við eina brúnina og
brjótið fremsta hlutann af töflunni.
• Stillið töfluna af við hina brúnina og brjótið fremsta hlutann af
töflunni.
• Brjótið af allan hlutann í miðjunni.
• Fjarlægið allt aukaplast.
• Borið götin.
VARÚÐ: Ekki má nota undirstöðuplötuna sem viðmið þegar borað er.
Gætið þess að engar veituleiðslur (fyrir gas, vatn eða loft), rafleiðslur,
vírar eða aðrar leiðslur séu staðsettar beint fyrir uppsetningar-/
borunarstaðinn.
• Dragið rafmagnskapalinn gegnum hliðarfestinguna og þéttið á
hliðarfestingunni, eins og sýnt er. Tryggið að kapallinn sé nægilega
langur til að hægt sé að leiða hann á réttan hátt í gegnum
undirstöðuplötuna að tengjablokkinni. (Athugið: lengd kapalsins er
mismunandi eftir því hvort nota á hægri eða vinstri hlið.)
ATHUGIÐ: Tryggið að viðeigandi þéttihringur fyrir snúru/stokkur fyrir
tengil sé notaður við uppsetninguna (fylgir ekki með).
Undirstöðuplatan fest á vegginn.
Festið tækið tryggilega á vegginn með þeim festingum sem henta gerð
veggsins og þyngd tækisins. Rennið hliðarfestingunni inn í dældina
á milli veggsins og undirstöðuplötunnar. Skrúfið fast að veggnum og
festið með viðeigandi festingu. Ekki skal nota úrsnaraðar skrúfur.
4
Tengt við tengjablokk.
VIÐVÖRUN: Hætta á raflosti!
Tryggið að rafmagn sé ótengt.
• Tryggið að kapallinn liggi ekki fyrir ofan kapalstýringuna úr