• Skemmdir á eftirfarandi hlutum: keram-
íkgleri, aukahlutum, leirtaus- og hnífapar-
akörfum, aðrennslis- og frárennslisrörum,
þéttum, perum og peruhlífum, skjáum,
hnöppum, hlífum og hlífapörtum. Nema
sannanlegt sé skemmdirnar séu tilkomnar
vegna framleiðslugalla.
• Tilfelli þegar tæknimaður skoðar heimilis-
tækið og finnur engan galla.
• Viðgerðir ekki framkvæmdar af þjónust-
uaðilum skipuðum af okkur og/eða sam-
þykktum þjónustuaðila sem við eigum
samning við eða notaðir hafa verið vara-
hlutir sem ekki eru upprunalegir.
• Viðgerðin er tilkomin vegna uppsetningar
sem var röng eða ekki í samræmi við
tæknilýsingu.
• Notkun heimilistækisins annars staðar en
inni á heimilinu, þ.e. í atvinnuskyni.
• Skemmdir við flutninga. Ef viðskiptavinur
flytur vöruna heim til sín eða á annað
heimilisfang, er IKEA ekki ábyrgt fyrir
hugsanlegum skemmdum sem verða við
flutningana.
Hins vegar ef IKEA afhendir vöruna á af-
hendingarheimilisfang viðskiptavinarins,
þá nær þessi ábyrgð yfir skemmdir sem
verða við flutningana.
• Kostnað við að setja upp IKEA-heimilis-
tækið í fyrsta sinn. Hins vegar ef þjónust-
uaðili IKEA eða samþykkt samstarfsvið-
gerðarþjónusta gerir við eða skiptir heim-
ilistækinu samkvæmt skilmálum þessarar
ábyrgðar, mun þjónustuaðilinn eða sam-
þykkta samstarfsviðgerðarþjónustan setja
heimilistækið aftur upp eftir viðgerðina
eða setja upp nýja heimilistækið, ef með
þarf.
Þessi takmörkun á ekki við um verk sem
unnið er án mistaka af sérhæfðum aðila
með tilskilin réttindi sem notar upprunalega
varahluti okkar, í þeim tilgangi að aðlaga
heimilistækið að tæknilegum öryggiskröfum
annars ESB-lands.
Hvernig landslögin gilda
IKEA-ábyrgðin veitir þér tiltekin lagaleg
réttindi, sem samræmast eða ná út fyrir
kröfurnar í viðkomandi landi. Þessir skilmál-
ar takmarka þó ekki á neinn hátt réttindi
neytenda sem lýst er í lögum viðkomandi
lands.
Gildissvæði
Fyrir heimilistæki sem keypt eru í einu ESB-
landi og síðan flutt til annars ESB-lands
gildir þessi þjónusta innan ramma þeirra
ábyrgðarskilmála sem teljast eðlilegir í nýja
landinu. Skuldbinding til að gera við heimil-
istækið innan ramma ábyrgðarinnar er ein-
göngu til staðar ef heimilistækið samræmist
og er sett upp í samræmi við:
• tæknikröfur landsins þar sem ábyrgðark-
rafan er gerð;
•samsetningarleiðbeiningarnar og
öryggisupplýsingarnar í notendahand-
bókinni;
Sérstök eftirsöluþjónusta (After Sales
Service) fyrir IKEA-heimilistæki:
Ekki hika við að hafa samband við eftirsölu-
þjónustu IKEA til að:
1. óska eftir viðgerð sem þessi ábyrgð
nær yfir;
2. fá leiðbeiningar um hvernig á að setja
IKEA-heimilistækið inn í til þess ætlaða
IKEA-eldhúsinnréttingu. Þjónustan veitir
ekki nánari leiðbeiningar í tengslum við:
– uppsetningu á IKEA-eldhúsi í heild;
– tengingu við rafmagn (ef kló og snúra
fylgja ekki með tækinu) eða við vatn
eða gas, þar sem samþykktur við-
gerðaraðili þarf að sjá um slíkar
tengingu.
3. óska eftir nánari útskýringu á efni not-
endahandbókarinnar eða tæknilýsingu
IKEA-heimilistækisins.
Til þess að við getum aðstoðað þig sem
best skaltu lesa samsetningarleiðbeiningar
og/eða notendahandbókarhluta þessa
bæklings vandlega áður en þú hefur sam-
band við okkur.
ÍSLENSKA 71