57NC 150
IS
• Mældu ávallt hita á sama stað þar sem niðurstöður hitamælinga
geta verið mismunandi eftir staðsetningu.
• Læknar ráðleggja að mæla hita í endaþarmi hjá nýfæddum
börnum fram að 6 mánaða aldri, þar sem allar aðrar aðferðir við
mælingar geti leitt til vafasamra niðurstaðna. Ef snertifrír
hitamælir er notaður við mælingu hjá ungbarni ráðleggjum við
að staðfesta ávallt niðurstöðu með endaþarmsmælingu.
• Við eftirfarandi aðstæður er ráðlagt að mæla hitann þrisvar og
líta á hæsta hitastigið sem niðurstöðuna:
1. Börn yngri en þriggja ára með veiklað ónæmiskerfi, þar sem
skiptir sköpum hvort þau eru með sótthita eða ekki.
2. Þegar notandinn er að læra að nota hitamælinn í fyrsta sinn
þangað til hann hefur náð færni í að nota tækið og samræmi
er í niðurstöðum mælinga.
3. Ef kemur á óvart hversu lágt hitastigið er.
•
Ekki á að bera saman niðurstöður mælinga frá mismunandi
stöðum þar sem eðlilegur líkamshiti er mismunandi eftir
mælingarstað og tíma sólarhrings
en hann er hæstur á kvöldin
og lægstur um það bil 1 klst. áður en vaknað er að morgni.
Eðlilegur líkamshiti er á bilinu:
- Holhönd: 34,7-37,3 °C / 94,5-99,1 °F
- Munnur: 35,5-37,5 °C / 95,9-99,5 °F
- Endaþarmur: 36,6-38,0 °C / 97,9-10,4 °F
- Microlife NC 150: 35,4-37,4 °C / 95,7-99,3 °F
8. Skipt á milli Celsíus og Fahrenheit
Hitamælirinn getur sýnt niðurstöður mælinga hvort sem er á
Fahrenheit eða Celsíus. Til þess að skipta frá °C og °F á skjá á
einfaldlega að SLÖKKVA á tækinu,
ýta á
ræsingarhnappinn
4
og
halda honum niðri
í 5 sekúndur; eftir 5 sekúndur mun núverandi
mælikvarði («
°C
» eða «
°F
» tákn) leiftra á skjánum
AP
. Skiptu
mælikvarðanum frá °C og °F með því að ýta á ræsingarhnappinn
4
.
Þegar búið er að velja mælikvarðann á að bíða í 5 sekúndur og tækið
mun sjálfkrafa verða tilbúið til mælingar.
9. Hvernig endurheimta á niðurstöður 30 mælinga úr
minni
Þessi hitamælir hefur geymsluminni fyrir síðustu 30 niðurstöður
mælinga með bæði skrá yfir tíma og dagsetningu.
• Stilling fyrir endurheimt úr minni AQ: Ýttu á M-hnappinn 8
til að stilla á endurheimt úr minni þegar slökkt er á tækinu.
Minnistáknið «M» mun leiftra.
• 1. Niðurstaða – síðasta niðurstaða AR: Ýttu á M-hnappinn 8
og slepptu honum síðan strax aftur til að sækja niðurstöðu
síðustu mælingar. Tölustafurinn «1» og leiftrandi «M» birtast á
skjánum.
• 30 niðurstöður – niðurstöður í réttri röð: Ýttu á M-hnappinn
8 og slepptu honum síðan strax aftur til að sækja síðustu
30 niðurstöður í röð.
Með því að ýta á M-hnappinn 8 og sleppa honum aftur eftir að
síðustu 30 niðurstöður hafa verið sóttar byrjar röðin aftur á
1. niðurstöðu á sama hátt og lýst er hér fyrir ofan.
10.Villuboð
• Hiti mælist of hár AS: Skjárinn sýnir «H» þegar hitinn mælist
hærri en 42,2 °C /108,0 °F þegar stillt er á líkama eða 100 °C /
212 °F þegar stillt er á hlut.
• Hiti mælist of lágur BT: Skjárinn sýnir «L» þegar hitinn mælist
lægri en 34,0 °C / 93,2 °F þegar stillt er á líkama eða 0 °C /
32 °F þegar stillt er á hlut.
• Umhverfishiti of hár BK: Skjárinn sýnir «H» og þegar
umhverfishiti er hærri en 40,0 °C / 104,0 °F.
• Umhverfishiti of lágur BL: Skjárinn sýnir «L» og þegar
umhverfishiti er lægri en 16,0 °C / 60,8 °F þegar stillt er á
líkama eða lægri en 5,0 °C /41,0 °F þegar stillt er á hlut.
• Villuboð á skjá BM: Bilun í kerfi.
• Auður skjár BN: Athugaðu hvort rafhlöðurnar hafa verið settar
í tækið á réttan hátt. Athugaðu einnig pólana (+ og -) á
rafhlöðunum.
• Merki um að rafhlaða sé tóm BO: Ef «» er eina táknið sem
kemur fram skjánum á að skipta strax um rafhlöður.
11.Þrif og sótthreinsun
Notaðu bómullarhnoðra eða bómullarklút vættan í alkóhóli (70%
ísóprópýli) til að þrífa hitamælishólkinn og mælinemann. Gættu
þess að enginn vökvi berist inn í tækið. Notaðu aldrei slípandi efni,
þynni eða bensen til að þrífa með og dýfðu tækinu aldrei í vatn eða
annars konar vökva til hreinsunar. Gættu þess að rispa ekki
yfirborð linsunnar og skjásins.
12.Skipt um rafhlöður
Tækinu fylgja 2 nýjar, endingargóðar rafhlöður 1,5V, stærð AAA.
Skipta þarf um rafhlöður þegar þetta tákn «» BO er eina táknið
sem kemur fram á skjánum.